Fara í efni

Ljósaganga grunn- og leikskólabarna á Borgarfirði

16.12.2025 Fréttir

Síðdegis í gær, 15. desember, héldu grunn- og leikskólabörn, ásamt kennurum og aðstandendum, upp í Álfaborg og kveiktu á friðarkertum. Þessa fallegu hefð kalla Borgfirðingar ljósagöngu og er hún sannarlega orðin hluti af aðventunni í huga heimamanna. Í hartnær þrjátíu ár hafa ljósin verið tendruð á þessum árstíma í Álfaborginni og um leið frið í hjörtum þeirra sem taka þátt eða njóta úr fjarlægð. Jóna Björg Sveinsdóttir, kennari við skólann er ein af þeim sem hratt hugmyndinni af stað á sínum tíma en undanfarin ár hafa börnin jafnframt selt kertin og gefið ágóðann til góðs málefnis.

Álfaborgin var fallega uppljómu í gærkvöldi eins og meðfylgjandi myndir sína.

Myndir: Tinna Jóhann Magnusson
Myndir: Tinna Jóhann Magnusson
Getum við bætt efni þessarar síðu?