Fara í efni

Lóðahreinsun á Seyðisfirði – Tilkynning

26.11.2025 Tilkynningar

Heilbrigðisnefnd Austurlands og Múlaþing áforma að ráðast í lóðahreinsun á Seyðisfirði, þar sem fjarlægja þarf lausamuni, númerslausa bíla, drasl og óskráða hluti sem hafa verið skildir eftir í ósamræmi við samþykkt nr. 1405/2023 um umgengni og þrifnað utan húss, og hvílir á lögum nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Svæðið sem um ræðir er afmarkað á meðfylgjandi loftmynd og liggur utan eftirfarandi lóða: Fjarðargötu 1A og 1B og Ránargötu 2A, 2C og 4. Hægt er að skoða lóðarmörk á kortasjá Múlaþings.

Eigendur og umráðamenn lausamuna og annarra hluta á svæðinu eru beðnir um að fjarlægja þá af svæðinu fyrir 26. janúar 2026.

Verði ekki brugðist við fyrir tilgreindan frest áskilja Heilbrigðisnefnd Austurlands og Múlaþing sér rétt til að láta fjarlægja og farga öllum lausamunum, númerslausum bílum, óskráningarskyldum ökutækjum og öðrum óskráðum hlutum á kostnað og ábyrgð eigenda, sbr. 6. gr. samþykktarinnar og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir. Kostnaður verður innheimtur hjá eigendum.

Í þeim tilvikum þar sem enginn eigandi finnst að hlut á svæðinu áskilja áðurnefndir aðilar sér allan rétt til að selja eða farga hlutnum.

Nauðsynlegt er að hreinsa til á svæðinu vegna fyrirhugaðra framkvæmda í tengslum við frágang ofanflóðavarna á Seyðisfirði og breytta notkun svæðisins. Þá getur hætta vegna snjóflóða aukist mikið vegna þess braks sem er á svæðinu og gert björgunar- og hreinsunarstarf erfiðara í kjölfarið.

Unnt er að koma að skriflegum andmælum með tölvupósti á netfangið haust@haust.is. Jafnframt geta starfsmenn HAUST og umhverfis- og framkvæmdasviðs Múlaþings veitt nánari upplýsingar.

Birting þessi telst tilkynning og viðvörun samkvæmt 18. gr. reglugerðar nr. 903/2024 um hollustuhætti og 6. gr. nefndrar samþykktar.

Lóðahreinsun á Seyðisfirði – Tilkynning
Getum við bætt efni þessarar síðu?