Fara í efni

Malbikun bílastæðis við Borgarfjarðarhöfn

07.10.2025 Fréttir

Í síðustu viku var bílastæðið ofan við Borgarfjarðarhöfn malbikað. Við höfnina er einn fjölsóttasti ferðamannastaður Austurlands, lundabyggðin í Hafnarhólma.

Sveitarfélagið hóf gjaldtöku þar í sumar sem ætlað er að styðja við viðhald og áframhaldandi uppbyggingu þessa fallega náttúruskoðunarsvæðis sem er í sameiginlegri eigu Múlaþings og Fuglaverndar.

Samkvæmt talningu Ferðamálastofu hafa rúmlega 53.000 gestir heimsótt Hafnarhólma það sem af er árinu. Langmestur fjöldi gesta leggur leið sína þangað á tímabilinu maí til ágúst á meðan lundinn dvelur í hólmanum.

Í sumar lauk Vegagerðin við tvöföldun og klæðingu á hluta Hafnarvegar, nánar til tekið frá Ölduhamri og út að höfninni sem eykur öryggi gangandi og akandi vegfarenda til muna. Þá stendur til að hefja endurbyggingu gömlu löndunarbryggjunnar í höfninni á vormánuðum og eru verklok áætluð í ágúst 2026.

Mynd: Alda Marín Kristinsdóttir
Mynd: Alda Marín Kristinsdóttir
Getum við bætt efni þessarar síðu?