Fara í efni

Múlaþing auglýsir íbúð til leigu á Borgarfirði

04.09.2024 Fréttir Borgarfjörður

Sveitarfélagið Múlaþing auglýsir til leigu íbúðina, Lækjargrund 1 á Borgarfirði eystra. Um er að ræða 55 m2 íbúð með einu svefnherbergi, í parhúsi. Í húsinu er ein varmadæla og skiptist kyndikostnaður á milli íbúðanna í húsinu eftir stærð. Heimastjórn Borgarfjarðar annast úthlutun leiguíbúðanna í samræmi við 2. grein reglna um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings, meðal annars um eigna og tekjumörk.

Hér má nálgast Reglur um úthlutun á almennu leiguhúsnæði í eigu Múlaþings (aðrar en félagslegar íbúðir) á heimasíðu sveitarfélagsins, undir Reglur. Umsækjendum um íbúðina er bent á að skattframtal síðasta árs þarf að fylgja umsókn.

Skilafrestur umsókna er til og með 18. september 2024. Sótt er um íbúðina á heimasíðu Múlaþings undir Mínar síður > Umsóknir > Húsnæði og búseta, eða hér.

Framkvæmda- og umhverfismálastjóri.

Múlaþing auglýsir íbúð til leigu á Borgarfirði
Getum við bætt efni þessarar síðu?