Fara í efni

Múlaþing leitar eftir áhugasömum aðilum til að gera tilboð í veitingarekstur Löngubúðar

01.11.2023 Fréttir Tilkynningar Djúpivogur

Útboðslýsing sem inniheldur lýsingu á húsnæði og búnaðarlista fást send í tölvupósti dagana 3. – 17. nóv. Nauðsynlegt er að þeir sem fá útboðsgögn gefi upp nafn og netfang til að hægt verði að koma viðbótarupplýsingum til allra komi þær fram á útboðstímabilinu.

Hafi aðilar spurningar varðandi gögn, þarf að senda þær í tölvupósti á netfangið adalheidurb@mulathing.is merkt Langabúð. Skal það gert eigi síðar en 15. nóv.
Spurningum með svörum verður dreift til allra sem sótt hafa gögn verkefnisins eins fljótt og auðið er og eigi síðar en 20. nóv.

Tilboðum skal skila til Atvinnu- og menningarmálastjóra fyrir kl. 14:00 föstudaginn 24. Nóvember 2023. Tilboð verða opnuð á skrifstofu sveitarfélagsins á Djúpavogi kl. 14:00 mánudaginn 4. desember 2023 að viðstöddum þeim bjóðendum sem óska.

Tilboð skulu gilda í tvær vikur frá opnun þeirra. Múlaþing áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Vakin er athygli á að ýmsar kvaðir fylgja rekstrinum sem áhugasömum er bent á að kynna sér.

 

Frekari upplýsingar veitir atvinnu- og menningarmálastjóri Múlaþings í síma 861-7789 eða á netfangið adalheidurb@mulathing.is

Múlaþing leitar eftir áhugasömum aðilum til að gera tilboð í veitingarekstur Löngubúðar
Getum við bætt efni þessarar síðu?