Fara í efni

Múlaþing vantar atvinnuhúsnæði á Djúpavogi

07.02.2025 Fréttir

Múlaþing óskar eftir atvinnuhúsnæði fyrir starfsemi þjónustumiðstöðvar og hafnar innan þéttbýlismarka á Djúpavogi.

Húsnæðið þarf að vera 180-280 m2 á 1000-1500 m2 lóð með möguleika á um 250 m2 geymslusvæði utandyra.

Húsnæðið má vera hvort sem er nýbygging eða notað húsnæði. Æskilegt er að húsnæðið sé með góðum sal með amk. eina aksturshurð og góðu aðgengi og rými innandyra sem nýtist sem kaffistofa, skrifstofa og salerni.

Æskilegt er að húsið yrði afhent Múlaþingi eigi síðar en haustið 2026.

Áhugasamum aðilum er bent á að senda inn upplýsingar um húsnæði á netfangið utbod@mulathing.is fyrir 25. febrúar. Múlaþing skoðar allar þær upplýsingar sem berast og mun verða í sambandi við viðkomandi aðila.

Frekari upplýsingar eru veittar hjá Hugrúnu Hjálmarsdóttur hugrun.hjalmarsdottir@mulathing.is.

Múlaþing vantar atvinnuhúsnæði á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?