Þar sem farið er að síga á seinni hluta sumarsins og það styttist í að grunnskólarnir hefji göngu sína aftur er ekki úr vegi að segja frá árangri sem nemandi við Djúpavogsskóla náði á vormánuðum.
Þorri Pálmason hlaut viðurkenningu í Nýsköpunarkeppni grunnskólanna 2025 sem haldin var í Reykjavík í maí.
Þorri mætti í vinnusmiðju og þróaði þar hugmyndina sína sem kallast ,,krókhanskar". Hann er af sjómannsættum og eftir að hafa heyrt sögur í gegnum tíðina af slysum þar sem sjómenn hafa fengið króka í hendurnar langaði hann að koma með lausn við því vandamáli. Í vinnusmiðjunni unnu hann, sem og krakkar af öllu landinu, að því að þróa hugmyndir sínar áfram og höfðu af því gaman.
Fyrir hugmyndina hreppti Þorri fyrsta sæti í sínum flokk sem var forvarnarflokkur enda er lokaafurðin forvörn fyrir línusjómenn. Hann fékk verðlaunabikar, gjarakort og viðurkenningu fyrir.
Hægt er að fræðast um Nýsköpunarkeppni grunnskólanna hér.