Múlaþing hefur hlotið Netöryggisstyrk Eyvarar NCC-IS og skrifað undir samning við Rannís um mikilvægt fræðsluverkefni sem mun eiga sér stað árið 2025. Markmið verkefnisins snýr að því að efla vitund og þekkingu um netöryggi meðal barna, ungmenna, foreldra, kennara og annarra í sveitarfélaginu og veita fræðslu um örugga netnotkun og hvernig hægt er að stuðla að jákvæðu stafrænu umhverfi.
Lokamarkmið verkefnisins er að Múlaþing verði leiðandi sveitarfélag í netöryggismálum barna og ungmenna og að stefna sveitarfélagsins leiði til eflingu forvarna, aukningu á netöryggismálum og til samfélagslegra breytinga er varða viðhorf almennings til notkunar snjalltækja.
Í tilefni af netöryggisdeginum 11. febrúar viljum er vakin athygli á þessu mikilvæga verkefni og öll hvött til að taka virkan þátt í að auka öryggi á netinu.
Einnig eru foreldrar og forsjáraðilar hvött til að sækja opinn foreldrafund Fjölmiðlanefndar klukkan 12:00 þann 11.febrúar sem ber yfirskriftina „Hjálpaðu mér upp, mér finnst ég vera að drukkna!“. Fundurinn verður á netinu og er Teams hlekkur á hann hér.
Aukinni netnotkun fylgja bæði tækifæri og áskoranir. Örugg netnotkun er sameiginlegt verkefni allra. Með fræðslu og meðvitund er hægt að skapa öruggari stafrænan heim fyrir börn og samfélagið í heild.