Fara í efni

Nýr félagsmálastjóri Múlaþings

02.09.2025 Fréttir

Anna Alexandersdóttir hefur verið ráðin félagsmálastjóri Múlaþings. Anna er með B.S. próf í iðjuþjálfafræði auk þess að hafa starfsréttindi sem iðjuþjálfi. Hún hefur starfað sem verkefnastjóri barnaverndar og Austurlandslíkans í félagsþjónustu Múlaþings frá árinu 2020 og verið starfandi félagsmálastjóri frá október 2024.

Anna hefur mikla reynslu af málefnum félagsþjónustu sem og mikla reynslu af stjórnsýslu sveitarfélagsins, en áður en hún hóf störf hjá Múlaþingi þá sinnti hún meðal annars starfi formanns bæjarráðs og formanns félagsmálanefndar Fljótsdalshéraðs.

Önnu er óskað til hamingju með starfið.

Anna tekur við af Júlíu Sæmundsdóttur sem hefur starfað sem félagsmálstjóri sveitarfélagsins frá 2017, fyrst Fljótsdalshéraði og síðar Múlaþingi.

Júlíu eru þökkuð vel unnin störf og óskað velfarnaðar í framtíðinni.

Nýr félagsmálastjóri Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?