Fara í efni

Öll leikskólabörn fá pláss við 12 mánaða aldur

17.09.2025 Fréttir

Enn og aftur hefur tekist að tryggja öllum börnum í Múlaþingi leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Þetta er mikilvægt skref í þágu barna og fjölskyldna þeirra.

Samkvæmt reglum leikskóla Múlaþings er miðað við að börn sem eru orðin ársgömul 1. september ár hvert fái úthlutað plássi. Innritun barna er þó mismunandi eftir leikskólum. Í sumum leikskólum hefja börnin leikskólagöngu í þeim mánuði sem þau verða 12 mánaða, en í öðrum leikskólum er innritun þrisvar sinnum á ári – á haustin, um áramót eða á vormánuðum.

Það er alltaf ánægjulegt þegar ný leikskólabörn hefja göngu sína í leikskólanum. Við hlökkum til að taka á móti þessum litlu krílum og fylgja þeim í leik og námi.

Öll leikskólabörn fá pláss við 12 mánaða aldur
Getum við bætt efni þessarar síðu?