Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann

02.04.2025 Fréttir

Vinnuskóli Múlaþings verður starfræktur frá 10. júní til 14. ágúst í sumar og er hann opinn ungmennum sveitarfélagsins sem eru fædd á árunum 2009 til 2012, eða þeim sem eru að ljúka 7. til 10. bekk í vor. Starfsstöðvar vinnuskólans verða fjórar: á Borgarfirði, Djúpavogi, Egilsstöðum/Fellabæ og Seyðisfirði.

Vinnutími nemenda verða sem hér segir. Nemendur fæddir:

  • 13 ára (árg. 2012) hafa kost á vinnu í 6 vikur, 3 klst. á dag.
  • 14 ára (árg. 2011) hafa kost á vinnu í 7 vikur, 3 klst. á dag.
  • 15 ára (árg. 2010) hafa kost á vinnu í 10 vikur, 6 klst. á dag.
  • 16 ára (árg. 2009) hafa kost á vinnu í 10 vikur, 6 klst. á dag.

Laun verða lögð inn á bankareikning sem skal vera skráður á kennitölu nemanda og verða útborgunardagar í mánaðarlok. Forsjáraðilar nemanda sem óska eftir vinnu í Vinnuskólanum er bent á að sækja um fyrir þeirra hönd.

Nemendur fæddir árið 2011 geta skráð sig í Sjávarútvegsskólann.
Nemendur fæddir árin 2009 og 2010 geta óskað eftir að aðstoða við sumarfrístund en hún stendur nemendum 1. – 3. bekkjar til boða og er lögð áhersla á útivist, hreyfingu og gleði. Meðal þess sem gert er í sumarfrístund eru leikir, smíðavöllur, gönguferðir, hjólaferðir, sundferðir og fleira.

Umsóknarfrestur er til og með 11.maí 2025. Umsóknir sem berast eftir að umsóknarfrestur er liðinn verða ekki samþykktar.

Sótt er um í Vinnuskólann í gegnum Mínar síður.
Nánari upplýsingar um Vinnuskólann má nálgast á heimsíðu Múlaþings

Opið fyrir umsóknir í Vinnuskólann
Getum við bætt efni þessarar síðu?