Unnið er að undirbúningi fyrir opnun skíðasvæðisins í Stafdal. Aðstæður eru ágætar en snjóalög eru þó lítil í fjallinu eins og staðan er á þessari stundu.
Starfsfólk hefur verið að vinna að nauðsynlegum undirbúningi á svæðinu og standa vonir til að hægt verði að opna um helgina ef aðstæður haldast áfram hagstæðar.
Nánari upplýsingar um opnunartíma og þjónustu verða birtar á Facebook-síðu skíðasvæðisins í Stafdal um leið og staðfesting liggur fyrir.