Ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi fer fram á næstu dögum og eru gæludýraeigendur hvattir til að mæta með dýr sín í hreinsun. Þjónustan er gjaldfrjáls þeim sem hafa skráð dýr sín hjá sveitarfélaginu og greiða af þeim leyfisgjöld til sveitarfélagsins.
Vakin er athygli á að örmerkjaskráning gæludýrs jafngildir ekki skráningu hjá sveitarfélaginu, heldur er sótt um leyfi í gegnum „Mínar síður“ hér á heimasíðunni.
Eigendur óskráðra hunda og katta eru hvattir til að skrá dýr sín hjá sveitarfélaginu. Allir kettir í þéttbýli og hundar eiga að vera skráðir hjá sveitarfélaginu og varðar vanræksla sektum.
Þá er handsömunargjald dýra sem ekki eru skráð hjá sveitarfélaginu umtalsvert hærra en skráðra dýra samkvæmt gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald í Múlaþingi.
Eigendur hunda og katta geta sótt um 50% afslátt af leyfisgjöldum sveitarfélagsins sýni þeir fram á að hundar hafi sótt hlýðninámskeið og kettir hafi farið í ófrjósemisaðgerð.
Hér fyrir neðan má sjá tímasetningar ormahreinsana á hverjum stað. Henti tímasetningar ekki þarf að panta tíma hjá dýralækni, helst í nóvember, og senda staðfestingu á ormahreinsun á umhverfisfulltrui@mulathing.is.
Árleg ormahreinsun hunda og katta í Múlaþingi verður eftirfarandi:
Egilsstaðir
- Hundar: 12. nóvember klukkan 16:30 – 18:00
- Kettir: 13. nóvember klukkan 16:30 – 18:00
- Hvar: Í Samfélagssmiðjunni (Gamla Blómabæ), Miðvangi 31
Djúpivogur
- Hundar: 4. nóvember klukkan 15:00 – 16:00
- Kettir: 4. nóvember klukkan 16:00 – 16:30
- Hvar: Í þjónustumiðstöðinni, Víkurlandi 6
Seyðisfjörður
- Hundar: 11. nóvember klukkan 16:00 – 17:00
- Kettir: 11. nóvember klukkan 17:00 – 18:00
- Hvar: Í þjónustumiðstöðinni, Ránargötu 2
Borgarfjörður
- Hundar og kettir: 27. október
- Hvar: Með óbreyttu sniði