Stefnt er að útgáfu jólablaði Bóndavörðunnar í byrjun desember.
Hér með er óskað eftir efni til birtingar hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar, jólakveðjur eða myndir.
Allt er viðkemur aðventunni, jóladagskrá og upplýsingar til íbúa eiga heima í þessu blaði. Einnig er tilvalið að þarna komi fram opnunartímar verslanna yfir hátíðirnar, breyttar áætlanir og annað til upplýsinga fyrir lesendur.
Efni skal berast ekki seinna en sunnudaginn 16.nóvember, í tölvupósti, einnig er alltaf velkomið að bjalla í síma 697-5853 með tillögur af efni.
Öllum stendur til boða að verða áskrifandi af Bóndavörðunni en tvö blöð koma út á hverju ári og kostar áskriftin 3.000 krónur fyrir árið. Blaðinu er dreift í hvert hús gamla Djúpavogshrepps og til áskrifenda um allt land.
Ritstjóri blaðsins er Greta Mjöll Samúelsdóttir
Sími: 697-5853
Tölvupóstur: greta@lefever.is
Verð auglýsinga:
- Heilsíða: 20.000 krónur
- Hálfsíða: 14.000 krónur
- 1/3 síða: 8.000 krónur
- ¼ síða: 5.000 krónur
Efni þarf að berast í síðasta lagi 16. nóvember.