Múlaþing óskar eftir tilnefningum til umhverfisviðurkenninga fyrir árið 2025. Viðurkenningunum er ætlað að vekja athygli þeim lóðum og lögbýlum sem þykja til fyrirmyndar í sveitarfélaginu og er skipt í þrjá flokka:
- Snyrtilegasta lóð við íbúðarhús í þéttbýli eða dreifbýli.
- Snyrtilegasta lóð við atvinnuhúsnæði eða fyrirtæki í þéttbýli eða dreifbýli.
- Snyrtilegasta lögbýlið eða sveitabýlið með hefðbundinn búskap.
Í tilnefningu skal taka fram í hvaða flokki tilnefning er veitt og rökstyðja tilnefningu. Við mat á tilnefningum er m.a. litið til umhirðu og umgengni á lóð eða býli, frágangs og viðhalds bygginga, umhirðu gróðurs og ræktunar. Með tilnefningu er æskilegt að fylgi mynd af þeirri lóð eða býli sem tilnefnd er.
Einnig er óskað eftir tilnefningum fyrir sérstakt frumkvæði, frammistöðu eða framlag til umhverfismála af hálfu einstaklinga, félagasamtaka eða fyrirtækja.
Íbúar eru hvattir til þess að senda inn tilnefningar á netfangið umhverfisfulltrui@mulathing.is. Frestur til að skila inn tilnefningum er til sunnudagsins 10. ágúst 2025.
Umhverfisviðurkenningar verða veittar í haust.