Fara í efni

Óskað er eftir efni í Bóndavörðuna

04.03.2025 Fréttir Djúpivogur

Stefnt er að útgáfu Bóndavörðunnar – Hammondblaði 16. apríl nk.

Hér með er óskað eftir efni til birtingar, hvort sem um ræðir auglýsingar, greinar, páskakveðjur eða myndir.

Allt er viðkemur páskum, Hammondhátíð og sumardagskrá, sem og þarfar upplýsingar til íbúa eiga heima í þessu blaði. Einnig er tilvalið að þarna komi fram opnunartímar verslana yfir páska, breyttar áætlanir og annað til upplýsingar fyrir lesendur.

Efni skal berast fyrir miðvikudaginn 26. mars í tölvupósti, einnig er alltaf velkomið að bjalla með tillögur að efni.

Öllum stendur til boða að verða áskrifandi að Bóndavörðunni en tvö blöð koma út á hverju ári og kostar áskriftin 3.000 krónur fyrir árið.

Ritstjóri blaðsins er Greta Mjöll Samúelsdóttir
Sími: 697-5853
Tölvupóstur: greta@lefever.is

Verð auglýsinga:

Heilsíða - 20.000

Hálfsíða - 14.000

1/3 síða – 8.000

¼ síða – 5.000

Efni þarf að berast í síðasta lagi 26. mars.

Óskað er eftir efni í Bóndavörðuna
Getum við bætt efni þessarar síðu?