Þann 30. janúar opnar sýningin Óþekkt alúð í Sláturhúsinu og mun sýningin standa til 23. mars. Sýningin samanstendur af listaverkum frá 14 listakonum og -kvár. Eins og nafnið gefur til kynna þá er markmið sýningarinnar að varpa ljósi á ,,þörfina fyrir að finna töfra í heimi sem virðist að mörgu leyti vera vera göldrum firrtur á tímum án bjartrar vonar.“ Með sýningunni er leitast til þess að veita fólki heilun og auka almenna samkennd.
Sýningin var sett upp í haust í Hafnarborg í Hafnarfirði og hlaut mikið lof.
Listafólkið er bæði íslenskt og erlent. Tvær listakvennanna eru þó látnar og eru verk þeirra notuð sem eins konar grunnur í sýninguna sem hin verkin eru svo byggð á.
Það kennir ýmissa grasa á sýningunni en þar má meðal annars finna málverk, skúlptúrar og hljóðverk.
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir sýningarstjóri var spurð út í mikilvægi þess að fá slíka sýningu austur og það stóð ekki á svörum: "Það er dýrmæt reynsla þegar sýningar fá að ferðast um landið. Bæði fyrir mig sem sýningastjóra og listamennina við þurfum að vinna allt inn í algjörlega nýtt rými og því breytist sýningin og listaverkin líka í nýjum útfærslum eða nýjum samtölum við önnur verk á hverjum stað. Auðvitað er líka ómetanlegt að Óþekkt alúð sem er mjög persónuleg og einlæg sýning fyrir okkur öll sem stöndum að henni nái til breiðari hópa en hefði hún aðeins verið sýnd í Hafnarborg. Ég er mjög þakklát Ragnhildi hjá Sláturhúsinu til að sjá verðmætin í því að sýningin sé sett upp hér á Austurlandi. Það er ekki sjálfsagt að stofnanir taki við sýningum sem hafa verið áður settar upp og mér finnst mikilvægt að það verði meiri hefð fyrir því hér á landi. Sýningar eru lifandi fyrirbæri og það er ómetanlegt fyrir þær að taka hamskiptum svona á nýjum stað. Svo styður það líka allskyns sjálfbærni og hvetur til endurnýtingu nýrra verka! "
Listakonurnar og kvárin sem eiga verk á sýningunni eru:
Björg Þorsteinsdóttir (1940-2019, Íslandi)
Sigríður Björnsdóttir (1929, Íslandi)
Suzanne Treister (1958, Bretlandi)
Tabita Rezaire (1989, Frakklandi)
Kate McMillan (1974, Bretlandi)
Hildur Hákonardóttir (1938, Íslandi)
Ra Tack (1988, Belgíu)
Kristín Morthens (1992, Íslandi)
Tinna Guðmundsdóttir (1979, Íslandi)
Elsa Jónsdóttir (1990, Íslandi)
Juliana Irene Smith (1977, Bandaríkjunum/Finnlandi)
Kata Jóhanness (1994, Íslandi)
Patty Spyrakos (1974, Bandaríkjunum)
Edda Karólína (1991, Íslandi)
Öll eru hvött til að kíkja á þessa áhugaverðu sýningu.