Haldnir hafa verið fundir í öllum kjörnum Múlaþings þar sem vinnslutillaga nýs Aðalskipulags Múlaþings 2025-2045 var kynnt.
Fundirnir voru vel sóttir og skapaðist góð umræða.
Eftir fundaröðina var gerð rafræn kynning þar sem einnig var reynt að svara þeim spurningum sem komu oftast upp á fundunum í kjörnunum.
Kynninguna má bæði nálgast á heimasíðu Múlaþings og YouTube síðu sveitarfélagsins.
Hafi fólk ábendingar eða vill koma fram með umsagnir er það hvatt til þess að senda það með rafrænum hætti í gegnum Skipulagsgátt. Þar er einnig hægt að fylgjast með opinberu ferli málsins og nálgast öll gögn.
Umsagnir og ábendingar þurfa að berast fyrir 5. maí 2025.
Hafi fólk spurningar eða þarf frekari leiðbeiningar þá má senda póst á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.