Á hverju vori þegar snjóa leysir er hefð fyrir því að Seyðfirðingar og önnur áhugasöm komi saman og máli Regnbogagötuna.
Gatan er táknræn fyrir þær sakir að hún undirstrikar samstöðu og upphefur fjölbreytileikann. Hún er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem eiga leið um Seyðisfjörð og upphafs- og endapunktur hýrrar halarófu sem er hinsegin ganga Austurlands.
Nú er komið að því að mála hana í fyrsta skipti á árinu og er öllum sem vettlingi geta valdið boðið að taka þátt.
Síðast var gatan máluð á virkum degi en það olli svolítri óánægju þar sem sum voru föst í vinnu, því var ákveðið að nýta frídag í þetta núna í ár, því verður byrjað að mála klukkan 13:30 þann 1. maí og eru öll velkomin.