Fara í efni

Roðagyllt gegn kynbundnu ofbeldi

28.11.2025 Fréttir

Þann 25. nóvember var dagur vitundarvakningar um útrýmingu kynbundis ofbeldis. Dagurinn var valinn sem slíkur af Sameinuðu þjóðunum og markar hann upphaf 16 daga átaks gegn ofbeldinu, en því líkur 10. desember.

Síðan 2009 hefur Soroptimistasamband Evrópu beðið borgir og bæi að taka þátt í átakinu og sýna samstöðu með því að roðagylla bygginar sína með því að lýsa þær upp í appelsínugulum lit.

Múlaþing lætur sitt ekki eftirliggja og lýsir upp framhliðina á skrifstofunum að Lyngási 12 á Egilsstöðum, Lindarbakka á Borgarfirði og skrifstofurnar að Hafnargötu 44 á Seyðisfirði.

Þá er flaggað með appelsínugulum fána víða eins og til dæmis við Herðubreið og bæjarskrifstofunarar á Seyðisfirði.

Þá eru kirkjurnar á Borgafirðir, Egilsstöðum og Seyðisfirði einnig lýstar upp með appelsínugulu.

Soroptimistaklúbbur Austurlands hélt göngu vegna átaksins þann 25. nóvember og hefur haldið utan um kynningu og framkvæmd vegna þess í landshlutanum.

Roðagyllt gegn kynbundnu ofbeldi
Getum við bætt efni þessarar síðu?