Fara í efni

Róvember í Bókasafni Hérðasbúa

19.11.2025 Fréttir

Í nóvember fær fólk yfir sig holskeflu auglýsinga og afsláttakjara, þá er mánuðurinn einnig litaður af því að jólin eru á næsta leiti og mörg farin að huga að skreytingum, smákökubakstri, jólagjafainnkaupum og svo framvegis.

Bókasafn Hérðasbúa hefur því brugðið á það ráð að jafna aðeins út áreitið og streituna sem fólk kann að finna fyrir í mánuðnum með því að bjóða upp á viðburði með yfirskriftinni ,,Róvember“.

Í gær var fyrri opnunin af tveimur. Sú næsta er þriðjudaginn 25. Nóvember.

Lagt er upp með að fullorðnir gestir safnsins geti litið við utan hefðbundins opnunartíma og slakað á í notalegu umhverfi og sökkt sér í góða bók.

Það má lesa nánar um viðburðinn á Facebook síðu bókasafnsins

Íbúar og gestir sveitarfélagsins eru hvattir til að nýta sér tækifærið og eiga notalega stund á safninu í friði frá utanaðkomandi áreiti.

Róvember í Bókasafni Hérðasbúa
Getum við bætt efni þessarar síðu?