Fara í efni

Rýmingu lokið frá í morgun í Neskaupstað og á Seyðisfirði - önnur rýming ákveðin til viðbótar á Seyðisfirði

19.01.2025 Fréttir Seyðisfjörður

Rýming er tók gildi í Neskaupstað og á Seyðisfirði er lokið. Um hundrað og sjötíu í heildina búa á þeim svæðum sem rýmd voru. Allir eru komnir með húsaskjól.

Annað:

Viðbótarrýming var ákveðin í dag af hálfu Veðurstofu á þremur rýmingarreitum á Seyðisfirði – reitum SE03, SE04 og SE05, - sjá  meðfylgjandi mynd, en þau svæði sem um ræðir eru lituð gul.

Um atvinnuhúsnæði er að ræða, meðal annars gistiheimili. Rýming stendur yfir og gert ráð fyrir að henni ljúki fljótlega, Hún tekur gildi klukkan 20:00.

Athygli er vakin á að öll starfsemi er óheimil í húsunum meðan á rýmingu stendur. Þau verða því lokuð á morgun. Þar af leiðandi verður skrifstofa sveitarfélagsins sem og önnur starfsemi á svæðinu lokuð á meðan rýmingin er í gildi.

Rýmingu lokið frá í morgun í Neskaupstað og á Seyðisfirði - önnur rýming ákveðin til viðbótar á Seyð…
Getum við bætt efni þessarar síðu?