Helgina 2.–4. maí lögðu hátt í 90 unglingar Múlaþings í árlegt ferðalag suður til Reykjavíkur. Samfés-ballið og Söngkeppni Samfés var á dagskrá og unglingar Múlaþings létu sig ekki vanta frekar en fyrri ár!
Ferðin gekk eins og í sögu. Unglingarnir skemmtu sér konunglega og öll hegðun og framkoma var til fyrirmyndar. Starfsfólk sem unglingunum fylgdu voru á þeirri skoðun að ferðin hafi sjaldan lukkast jafn vel og að unglingarnir hafi verið sínum félagsmiðstöðvum til mikils sóma. Jóna Þyrí tók þátt í söngkeppninni fyrir hönd Nýungar og stóð sig með stakri prýði. Nú er ekkert annað að gera en að byrja að hlakka til Samfés-ferðarinnar 2026!