Fara í efni

Samráðshópur um Cittaslow á Djúpavogi

11.11.2022 Fréttir

Samráðshópur um Cittaslow á Djúpavogi

Fyrirhugað er að setja á stofn samráðshóp um Cittaslow á Djúpavogi með það að markmiði að efla vitund og starf í anda Cittaslow á svæðinu. Samráðshópurinn verður skipaður þremur fulltrúum og þremur til vara sem skipaðir verða í kjölfar auglýsingar. Samráðshópur um Cittaslow fundar að jafnaði 2-4 á á ári, að vori og að hausti.

Gauti Jóhannesson fulltrúi sveitarstjóra á Djúpavogi gefur frekari upplýsingar í síma 4 700 700 og gauti.johannesson@mulathing.is.

Þau sem hafa áhuga á að starfa í samráðshópnum er vinsamlega bent á aða hafa samband við fulltrúa sveitarstjóra fyrir kl.16:00 föstudaginn 18. nóvember.

Samráðshópur um Cittaslow á Djúpavogi
Getum við bætt efni þessarar síðu?