Dagana 10. – 17. október verður farsælarvika á Austurlandi. Vikunni er ætlað að vekja athygli á farsældarlögunum og þeirri staðreynd að samvera forsjáraðila og barna er það sem eykur farsæld mest. Til þess að stuðla að samveru verður boðið upp á viðburði eins og jógaganga, fjölskylduganga og dýradagur.
Þar með er dagskráin þó ekki upptalin enda ýmiskonar fræðsluerindi, málstofa og annað til þess að skapa samtal og samvinnu á milli þjónustuaðila, notenda og samfélagsins.
Því er brýnt að íbúar viti að öll eru velkomin á viðburðina.
Á morgun, föstudag, verður vikunni ýtt úr vör með því að ræða geðheilbrigðismál á málstofu um geðheilsu frá klukkan 12:00 – 14:00 í sal Austurbrúar á Vonarlandi. Klukkan 15:00 sama dag verður opnun geðræktarmiðstöðvar hjá Starfsendurhæfingu Austurlands á Egilsstöðum.
Það að hefja vikuna á samtali um geðheilbrigði er mjög táknrænt enda snúast farsældarlögin að miklu leiti um aukið samráð á milli notenda og þjónustuaðila.
,,Ég tel að við þurfum að vanda okkur mikið betur í þessum þætti „að hlusta“ og því langaði okkur að búa til viðburð sem myndi gera okkur það kleift.“ Sagði Nína Hrönn Gunnarsdóttir verkefnastjóri farsældarráðs á Austurlandi spurð út í málstofuna.
Við málstofuna mun svo bætast málþing Öruggara Austurland miðvikudaginn 15. október en þar verður ofbeldi barna og gegn börnum skoðað frá mörgum sjónarhornum.
Íbúar eru eindregið hvattir til að kynna sér dagskrána og sækja sér fræðslu, taka þátt í samtalinu og njóta viðburðanna sem boðið verður upp á.
Hér að neðan er dagskráin og ef smellt er á þá fást nánari upplýsingar um hvern og einn.
Föstudaginn 10. október
- 12:00 – 14:00 Málstofa um geðheilsu. Léttar veitingar í boði
- 15:00 – 16:00 Opnun geðræktarmiðstöðvar á Egilsstöðum
Laugardaginn 11. október
- 11:00 – 12:00 Jógaganga/fjölskylduganga í Neskaupsstað, á Egilsstöðum og Stöðvarfirði
Sunnudagur 12. október
- 10:00 – 12:00 Kennslubókabrautir, vinnustofa fyrir 6-11 ára börn á Vopnafirði
- 13:00 – 14: 30 Dýradagur, bændur opna dyr sínar fyrir fjölskyldum og leyfa þeim að hitta dýrin á bænum
- Hvannabrekku Berufirði
- Lynghól Skriðdal
- Finnstöðum Eiðaþinghá
- Skorrastöðum 3 Norfirði
- Refsstöðum Vopnafirði
Miðvikudagur 15. október
- 09:50 – 16:00 Málþing Öruggara Austurland – ofbeldi meðal og gegn börnum í Menntaskólanum á Egilsstöðum
Föstudagur 17. október
- 12:00 – 14:00 Opnun geðræktarmiðstöðvar á Reyðarfirði
Fyrir áhugasöm má kynna sér verkefnið Farsæld barna frekar á heimasíðunni Farsæld barna.