Fara í efni

Seinni úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja Múlaþings

16.09.2025 Fréttir Borgarfjörður Djúpivogur Egilsstaðir Seyðisfjörður

Múlaþing auglýsir til umsóknar styrki til íþrótta- og tómstundastarfs með umsóknarfrest til og með 15. október 2025. Um er að ræða seinni úthlutun ársins 2025.

Veittir eru styrkir til einstaklinga, hópa, félagasamtaka, fyrirtækja og stofnana til íþrótta- og tómstundatengdra verkefna. Vinsamlega athugið að þessir styrkir eru ekki heilsueflingarstyrkir fyrir einstaklinga. Þau sem óska eftir stuðningi vegna heilsueflingar eru hvött til að sækja um slíka styrki til viðeigandi stéttarfélags.

Dæmi um verkefni sem fengu styrk í fyrri úthlutun eru frisbígolfvöllur í Selskógi, vinnusmiðja í býrækt og hugarþjálfun fyrir knattspyrnukonur.

Sótt er um styrk með rafrænum hætti á „Mínum síðum" Múlaþings. Afgreiðsla styrkumsókna mun liggja fyrir í nóvember 2025.

Styrkir eru einungis greiddir út á því ári sem þeir eru veittir og færast ekki á milli ára nema sérstaklega sé um það samið. Næst verður auglýst í febrúar 2026, með umsóknarfrest til 15. mars 2026.

Umsækjendur er hvattir til að kynna sér reglur um úthlutun styrkja á heimasíðu sveitarfélagsins.

Seinni úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkja Múlaþings
Getum við bætt efni þessarar síðu?