Fara í efni

Seyðisfjarðarfréttir

16.07.2025 Fréttir Seyðisfjörður

Gaman að segja frá því að miklar framkvæmdir eiga sér stað á Seyðisfirði þessa sumardaga. Malbikað hefur verið við hafnarsvæðið og Lækjargatan og gangstétt steypt við Búðareyri. Baugur Bjólfs er farinn að taka á sig mynd og áætlað að framkvæmdum þar ljúki í haust. Fyrr í vikunni 14. júlí var hið sögufræga hús „Gamla ríkið“ fært af undirstöðum sínum yfir á geymslusvæði þar sem það bíður meðan nýr kjallari verður byggður og húsið þá aftur fært á sinn stað. Mikil skipaumferð er í bænum og bærinn iðar af lífi.

Ljósmynd: Jafet Sigfinnson

Ljósmynd: Jafet Sigfinnson
Ljósmynd: Jafet Sigfinnson
Getum við bætt efni þessarar síðu?