Fara í efni

Skráning í listasmiðjur LungA

13.05.2024 Fréttir Seyðisfjörður

LungA listahátíð verður haldin á Seyðisfirði dagana 15.-21. júlí 2024.

Nú má nálgast upplýsingar um þær listasmiðjur sem í boði verða í sumar (sjá hér).
Smiðjurnar eru sjö talsins, þar af ein ungmennasmiðja ætluð þátttakendum á aldrinum 15-21 ára, tvær barnasmiðjur verða svo tilkynntar síðar. Skráning í smiðjurnar hefst miðvikudaginn 15. maí í gegnum skráningarform sem verður á heimasíðu LungA frá og með þeim degi (og þar til skráning er full). Einstaklingar með lögheimili á Austurlandi fá smiðjurnar á sérstöku afsláttarverði, 55.000 kr. í stað 75.000 kr. og nemendur ME og VA fá þátttöku sína metna til tveggja framhaldsskólaeininga.

Fyrirspurnum má beina á netfangið halldora@lunga.is.

Skráning í listasmiðjur LungA
Getum við bætt efni þessarar síðu?