Fimmtudaginn 5. júní verður boðið upp á gjaldfrjálsa losun á garðaúrgangi frá heimilum í þéttbýli Múlaþings fyrir þá sem þess óska.
Garðaúrganginn þarf að skilja eftir við lóðamörk við götu og eru íbúar hvattir til að lágmarka notkun ruslapoka. Þau sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðin um að senda tölvupóst á umhverfisfulltrui@mulathing.is fyrir 5. júní til að tryggja hirðu. Taka þarf fram nafn, stað og heimilisfang.
Í Múlaþingi eru losunarsvæði fyrir garðaúrgang og óvirkan úrgang í öllum kjörnum. Þar er hægt að losa sig við: gras, trjágreinar, jarðveg og járnhreinsuð múr- og steypubrot.
Losunarsvæðin eru á eftirtöldum stöðum:
- Borgarfjörður - á Brandsbölum
- Seyðisfjörður - utan við Drottningarlæk
- Egilsstaðir - á söfnunarstöð og utan við Eyvindará
- Djúpivogur - við Grænhraun
Íbúar eru hvattir til að ganga vel um losunarsvæðin og taka með sér allan óæskilegan úrgang af svæðinu t.d. ruslapoka.
Á losunarsvæðunum á Egilsstöðum og Djúpavogi geta íbúar einnig nálgast moltu, og eftir atvikum, mold. Á Seyðisfirði má nálgast moltu við Vestdalseyrarveg.
Leggjum okkar af mörkum við að halda Múlaþingi hreinu og snyrtilegu í sumar.