Áform um að vinna upp þær tafir sem hafa orðið á sorphirðu undanfarnar vikur hafa því miður ekki gengið sem skyldi. Veður hefur haft sín áhrif en mest áhrif hefur bilun í aðal sorphirðubíl verktaka. Viðgerð á honum er að ljúka og því fer hann á göturnar á morgun 10. janúar.
Djúpivogur
Pappír og plast í dag, fimmtudaginn 9. janúar. Átti að vera tekið 2. janúar.
Blandaður úrgangur og matarleifar, í seinasta lagi laugardaginn 11. janúar. Átti að vera tekið 4. janúar.
Seyðisfjörður
Pappír og plast var tekið föstudaginn 3. janúar samkvæmt plani.
Blandaður úrgangur og matarleifar í dag, fimmtudaginn 9. janúar.
Egilsstaðir og Fellabær
Blandaður úrgangur og matarleifar á morgun, föstudag og laugardag 10. - 11. janúar. Átti að vera tekið 6. - 8. janúar.
Dreifbýli á Héraði
Blandaður úrgangur og matarleifar voru loks sótt í Skriðdal og á Velli auk Efra-Jökuldals og Hrafnkelsdals í vikunni en það eru þau svæði sem lengst hafa beðið eftir hirðu. Jafnframt var hirt í Jökuldal, Jökulsárhlíð og Hróarstungu.
Á morgun, föstudaginn 10. janúar, er fyrirhugað að sækja pappa og plast í Fellin og daginn eftir, laugardaginn 11. janúar, að sækja blandaðan úrgang og matarleifar í Hjaltastaða- og Eiðaþinghá.
Í kjölfarið tekur hirða samkvæmt sorphirðudagatali við.
Múlaþing þakkar íbúum fyrir þá þolinmæði og skilning sem þeir hafa sýnt í tengslum við þá röskun sem hefur orðið á sorphirðu undanfarið. Íbúar eru hvattir til að senda ábendingu í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins verði misbrestur á hirðu svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og auðið er.