Fara í efni

Staðan eftir storminn

07.02.2025 Fréttir

,,Við sendum góðar kveðjur til þeirra sem urðu fyrir tjóni í veðrinu hér á Austurlandi, ekki síst þeirra sem búa á Stöðvafirði og urðu fyrir miklu tjóni á húsum sínum og einnig til bænda sem urðu illa úti.“ segir Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, nú þegar hættustigi Almannavarna hefur verið aflýst og óveðrinu hefur slotað.

Í kjörnum Múlaþings féll niður skólahald og margar stofnanir voru lokaðar vegna veðurs. Starfsemi er nú með hefðbundnu sniði.

Í Múlaþingi var eitthvað um fok á lausamunum og stöku skemmdir. Djúpavogsbúar voru innlyksa um stund þar sem þjóðvegurinn lokaðist í allar áttir. Um miðnætti var búið að opna leiðina austur á firði og er gert ráð fyrir að þjóðvegurinn suður verði opnaður þegar líður á daginn.

Samkvæmt Hjalta Bergmar Axelssyni aðalvarðstjóra lögreglunnar á Egilsstöðum voru flest útköll í sveitarfélaginu á Egilsstöðum en þau voru sex talsins og ekkert þeirra var stjórtjón. Þá þurfti að aðstoða ökumenn í vanda í grennd við Djúpavog.

Staðan eftir storminn
Getum við bætt efni þessarar síðu?