Vetraráætlun strætó milli Egilsstaða og Fellabæjar hefur tekið gildi. Í sumar voru gerðar breytingar á akstursleið strætó í tilraunaskyni þar sem stoppað hefur verið á Egilsstaðaflugvelli í kringum áætlunarflug til Reykjavíkur auk annarra smávægilegra breytinga.
Breytingarnar hafa gefið góða raun og mun akstursleiðin haldast óbreytt í vetur. Fólk getur því áfram nýtt sér gjaldfrjálsar almenningssamgöngur frá Egilsstöðum og Fellabæ til að komast í og úr flugi.
Vakin er athygli á að strætó stoppar á Egilsstaðaflugvelli í kringum allar ferðir áætlunarflugs á virkum dögum fyrir utan komur morgunflugs.
Verið er að skoða möguleika á varanlegri stoppistöð á Egilsstaðaflugvelli en núverandi stopp er hugsað til bráðabirgða.
Að lokum stendur til að útbúa kort af leiðarkerfi strætó sem yrði aðgengilegt hér á heimasíðunni.