Fara í efni

Styrkur vegna bólusetninga gegn garnaveiki

23.10.2025 Fréttir

Fjáreigendur í Múlaþingi geta sótt um styrk vegna bólusetninga ásetningslamba fyrir garnaveiki. Múlaþing veitir styrk fyrir allt að 80 skammta af bóluefni vegna bólusetninga á árinu 2025.

Til að sækja um styrkinn þarf að senda reikning, án virðisaukaskatts, fyrir bóluefninu á Múlaþing og láta afrit af reikningi frá dýralækni fyrir bólusetningunni fylgja með.

Múlaþing áréttar mikilvægi þess að búfjáreigendur bólusetji fyrir garnaveiki. Frekari upplýsingar um smitsjúkdóminn má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar.

Styrkur vegna bólusetninga gegn garnaveiki
Getum við bætt efni þessarar síðu?