Fara í efni

Sumartónleikar Djúpavogskirkju 2023

12.06.2023 Fréttir Djúpivogur

Sumarið 2023 verður tónleikaröðin Sumartónleikar Djúpavogskirkju haldnir í júlí. Djúpavogskirkja hentar vel til tónlistarhalds, hljómburður er góður og því er um að gera að nýta kirkjuna betur sem tónleikastað yfir sumartímann. Tónleikaröðin er hugsuð bæði til að gefa tónlistarfólki tækifæri til að koma fram en ekki síður til að bjóða íbúum og gestum upp á betra aðgengi að lifandi tónlist en Djúpavogsbúar þurfa jafnan að aka um langan veg til þess að njóta menningarviðburða. Efnistökin verða fjölbreytt bæði hvað varðar stefnur og flytjendur en reiknað er með að í tímans rás verði hægt að bjóða upp á allt litróf tónlistarinnar, svo sem kórtónleika, klassíska tónlist, popptónlist, jazz, rokk, þjóðlagatónlist og svo mætti lengi telja. Dagskrá tónleikaraðarinnar er sem hér segir:

  1. júlí: Guðmundur R ásamt hljómsveit
  2. júlí: OLGA Vocal ensemble
  3. júlí: Hildur Vala & Jón Ólafsson
  4. júlí: Una Torfa

Helstu styrktaraðilar verkefnisins eru Uppbyggingarsjóður, BEWI Iceland, Búlandstindur, Nói Síríus og Guesthouse Hammersminni.

Sumartónleikar Djúpavogskirkju 2023
Getum við bætt efni þessarar síðu?