Fara í efni

Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallupkönnun

17.02.2023 Fréttir

Í desember á síðasta ári og fram í janúar á þessu ári gerði Gallup sína árlegu könnun um ánægju íbúa með þjónustu sveitarfélaga. Könnunin var gerð meðal tuttugu stærstu sveitarfélaga landsins. Múlaþing var eitt þeirra sveitarfélaga sem tóku þátt í könnuninni þar sem spurt var um ýmsa málaflokka. Byggðaráð fékk könnunina til kynningar þriðjudaginn 14. febrúar síðastliðinn en svið stjórnsýslunnar munu taka niðurstöðurnar til umfjöllunar og úrvinnslu. Almennt kemur Múlaþing ágætlega út í könnuninni í samanburði við önnur sveitarfélög. Á heildina litið eruð 82% íbúanna ánægð með Múlaþing sem stað til að búa á. Svarendur í Múlaþingi gáfu nokkuð blendin skilaboð að þessu sinni, sumir þjónustuþættir hækkuðu í einkunn á milli ára á meðan aðrir lækkuðu. Könnunin í heild lýsir áfram jákvæðu viðhorfi íbúa til þjónustu sveitarfélagsins en varpar þó einnig ljósi á tækifæri til úrbóta á ýmsum sviðum. Þá var spurt um afstöðu íbúanna til eins ákveðins máls í hverjum kjarna. Hér má nálgast könnunina Þjónusta sveitarfélaga 2022 og hér má finna könnunina Múlaþing – einkaspurningar í kjörnum.

Þjónusta sveitarfélaga 2022 - Gallupkönnun
Getum við bætt efni þessarar síðu?