Fara í efni

Þrettándabrennur í Múlaþingi - Uppfært

06.01.2026 Fréttir

Í dag eru jólin kvödd með pompi og prakt um land allt. Margir hamast við að taka niður jólaskrautið, kíkja á brennur og kveðja jólasveinana. Á Héraði hefur þó gjarnan verið viðhafður sá siður að leyfa jólaljósunum að standa fram yfir þorrablót og lýsa þannig upp svartasta skammdegið.

Í Múlaþingi verða jólin kvödd með brennum á þremur stöðum.

Á Egilsstöðum sér Höttur um Þrettándagleðina í Tjarnargarðinum klukkan 17:20. Þar verður íþróttafólki Hattar 2025 veittar viðurkenningar og starfsmerki Hattar verður afhent. Dagmar Ýr sveitarstjóri Múlaþings mun flytja ávarp og lúðrasveitin flytur nokkur lög. Björgunarsveitin á Héraði mun svo standa fyrir glæsilegri flugeldasýningu.

Á Djúpavogi hefur brennunni verið frestað. Nánar auglýs síðar.

Á Seyðisfirði verður svo áramótabrennan sem þurfti að fresta á gamlárskvöld. Björgunarsveitin Ísólfur stendur að brennunni og tilkomumikilli flugeldasýningu í Langatanga klukkan 20:00.

Íbúar og gestir eru hvattir til að nýta tækifærið og koma saman og kveðja jólin.

Þrettándabrennur í Múlaþingi - Uppfært
Getum við bætt efni þessarar síðu?