Fara í efni

Tilkynning vegna gangnaseðla

26.08.2025 Fréttir

Sú breyting varð á britingu gangnaseðla nú í ár að þeir voru birtir rafrænt á island.is. Mögulega hefur birting þeirra farið framhjá einhverjum en það kann að stafa af því að stillingar á pósthólfi island.is er með því móti að einstaklingar fá ekki tilkynningu þegar ný skjöl eru send í pósthólfið.

Fólk er hvatt til þess að hafa kveikt á tilkynningum á pósthólfi island.is enda birtast þar mikilvæg skjöl og tilkynningar frá hinu opinbera.

Núna í ár verða þó einnig sendir út seðlar á pappír og er þeirra að vænta á næstu dögum. Héðan í frá verða þeir svo eingöngu birtir á island.is.

Íbúar eru beðnir velvirðingar á því hversu seint þessi tilkynning kemur frá sveitarfélaginu og enn og aftur hvattir til þess að virkja tilkynningar á island.is.

Tilkynning vegna gangnaseðla
Getum við bætt efni þessarar síðu?