Um verslunarmannahelgina verður haldið Unglingalandsmót UMFÍ á Egilsstöðum og því má búast við lífi og fjöri í bænum.
Lokun gatna
Vegna mótsins verða eftirfarandi götur lokaðar að hluta:
- Kaupvangur: milli Skattstofunnar og afleggjarans að Vaski og Húsasmiðjunni.
- Skógarlönd: milli Laufskóga og Dynskóga.
Strætó
- Föstudaginn 1. ágúst breytist hefðbundin akstursleið Strætó – sjá meðfylgjandi kort.
- Strætó gengur alla helgina og eru íbúar og gestir hvattir til að nýta hann sem mest. Almennt má búast við að ekki líði meira en korter á milli ferða.
Hjálpumst öll að við að gera Unglingalandsmótið að vel heppnaðri hátíð.