Fara í efni

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði

15.12.2025 Fréttir

Úthlutun Uppbyggingarsjóðs Austurlands fyrir árið 2026 fór fram við hátíðlega athöfn í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði á dögunum. Til úthlutunar voru rúmar 59 milljónir króna sem skiptust á milli 57 verkefna sem ýmist voru á sviði atvinnu og nýsköpunar, á sviði menningar eða stofn- og rekstrarstyrkir.

Alls 30 verkefni úr Múlaþingi hlutu styrki að þessu sinni og námu þeir rúmlega 30,6 milljónum króna. Hæsta styrkinn, tæpar þrjár milljónir króna, hlaut Félagsbúið Lindarbrekka til uppbyggingar menningar- og sögustaðar á Víðinesi í Fossárdal. Þá hlaut Ars Longa á Djúpavogi tveggja milljóna króna rekstrarstyrk og Skaftfell á Seyðisfirði fékk sömu upphæð í sýningardagskrá sína árið 2026. Austurbý á Egilsstöðum hlaut tæpar tvær milljónir til vöruþróunar og markaðssetningar afurða úr hunangi sem framleitt er á Héraði.

Meðal annarra verkefna sem hlutu styrki voru námskeiðaröð Hollvinasamtaka Gömlu kirkjunnar á Djúpavogi, flughátíðin Flug & fákar á Egilsstöðum, klifuraðstaða í Herðubreið á Seyðisfirði og leiklistarhópur fyrir börn á vegum Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Nánar má lesa um úthlutunina, verkefnin og styrkþegana á vef Austurbrúar.

Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði í desember 2025, mynd frá Austurbrú
Úthlutað úr Uppbyggingarsjóði í desember 2025, mynd frá Austurbrú
Getum við bætt efni þessarar síðu?