Fara í efni

Viðhorfskönnun vegna Vinnuskólans/sumarfrístundar í Múlaþingi

29.08.2025 Fréttir

Forráðafólk barna sem tóku þátt í Vinnuskólanum eða sumarfrístund Múlaþings í sumar hafa nú fengið senda með tölvupósti viðhorfskönnun vegna starfseminnar. Könnunin tekur örfáar mínútur og er forráðafólk hvatt til þátttöku.

Markmið könnunarinnar er að kanna viðhorf foreldra/forráðafólks til starfs Vinnuskóla Múlaþings og sumarfrístundar. Niðurstöður verða nýttar til að þróa starfið áfram og því skiptir ykkar álit máli.

Hafi einhver ekki fengið könnunina eða spurningar vakna varðandi hana má senda tölvupóst á jon.arnarson@mulathing.is eða agla.thorsteinsdottir@mulathing.is.

Viðhorfskönnun vegna Vinnuskólans/sumarfrístundar í Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?