Fara í efni

Austurland Freeride Festival

Austurland 6.-10. mar 2024
Austurland Freeride Festival er árleg fjallaskíða- og snjóbretta hátíð sem haldin er á og við skíðasvæðið í Oddskarði og nærliggjandi fjöllum. Hátíðin var haldin í fyrsta skipti árið 2020 af áhugafólki um fjallaskíðun, fjallaleiðsögumönnum og skíðafólki sem þekkja svæðið vel og sáu mikla möguleika í fjöllunum á svæðinu.
 
Dagskrá hátíðarinnar
Miðvikudagur 6.mars
Splitboard og Fjallaskíða ferðir byrja. Tvær ferðir í boði. Seyðisfjörður og Vöðlavík.
Allar upplýsingar um ferðirnar má nálgast hér
Seyðisfjörður
https://www.east.is/.../fjallaskida-og-splitboard-ferd...
 
Fimmtudagur 7.mars
Tvær ferðir í gangi í Vöðlavík og á Seyðisfirði.
Oddsskarð: Opið frá 16.00-20.00
 
Föstudagur 8.mars
16.00-20.00 Opið í Oddsskarði - Austfirsku ölpunum.
17:00 Rútuferð frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
18.00 Rennt í Randulffs-sjóhús, lagt að stað frá Oddsskarði. Mæting upp í efstu lyftu. Leiðarval eftir veðri og aðstæðum.
Fararstjóri Sævar Guðjónsson 6986980.
19.00-01.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í og við Randulffs-sjóhús Eskifirði. Dj Tony Tjokko sér um stuðið. Veislustjóri Valgeir Ægir.
Opið fyrir matsölu á Randulffs-sjóhús, réttur dagsins frá 18.00-21.00. Kynning á skíða- og brettabúnaði frá Fjallakofanum og tilboð á fjallaskíðabúnaði. Beljandi brugghús verður með bjórkynningu og harðfisksmakk á staðnum.
 
Laugardagur 9.mars
09:30 Rúta fer frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
10:00-16:00 Opið í Oddsskarði - Austfirsku ölpunum.
10:00-16:00 Skíðað í og við Oddsskarð. Red Bull camp í Oddsskarði. Tónlist og fjör.
Fjallakofinn verður með fjallaskíða kynningu af ýmsu tagi í Oddsskarði á laugardeginum og á kvöldvökum á Randulffs-sjóhúsi og Korua Shapes kynna snjóbrettin sín og leyfa fólki að prófa.
14:00 Fm Belfast DJ set mætir á svæðið.
16:00 Rennt niður að sjó. Leiðarval eftir veðri. Mæting upp í topplyftu.
16.00-21.00 Kvöldvaka (Apres Ski) í Randulffs-sjóhúsi FM Belfast DJ set mætir á svæðið og hitar upp fyrir ballið í Valhöll. Fjallakofinn verður með tilboð á fjallaskíðabúnaði.
16.00-20.00 Opið fyrir matsölu. Réttur dagsins, í Randulffs-sjóhúsi.
21.00 – 01.00 Valhöll Eskifirði. Ball með FM Belfast DJ set. Húsið opnar kl 20:00. Verð 2.500kr fyrir þá sem ekki eru með freeride passa.
 
Sunnudagur 10.mars
10.00 Rúta frá Mjóeyri upp í Oddsskarð.
10.00-16.00 Opið í Oddsskarði
10:00-16:00 Skíðað í og við Oddsskarð. Red Bull camp í Oddssskarði.Tónlist og fjör.
Frekari upplýsingar og bókanir í síma 6960809 eða á mjoeyri@mjoeyri.is
Fjallaleiðsögumennirnir Skúli Júlíusson, Óskar Wild Ingólffsson, Rúnar Pétur Hjörleifsson og Barði Westin munu sjá um fjallaskíða- og brettaferðirnar og verða í Oddsskarði ásamt Sævari Guðjónssyni laugardag og sunnudag, fólki til aðstoðar með val á skíðaleiðum miðað við aðstæður og fl.
Passi á Austurland Freeride festival. Verð 40.000kr.
Innifalið í miðanum Apres skí partý bæði föstudag og laugardag, rútuferðir í tengslum við hátíðina, skíðamiði í Oddsskarð alla helgina, réttur dagsins föstudags- og laugardagskvöld, aðgangur að Redbull Camp og fararstjórum í Oddsskarði. Ball í Valhöll á laugardags kvöldið.
Öll velkomin á alla viðburði en nauðsynlegt að skrá sig í ferðirnar!!
Miðasala á hátíðina er á Mjóeyri og Randulffs-sjóhúsi
Allir þátttakendur hátíðarinnar eru á eigin ábyrgð.
Fyrir frekari upplýsingar og fréttir um hátíðina mælum við með því að þú fylgist með Austurland Freeride á Instagram og Facebook.
Sævar og Berglind á Mjóeyri veita nánari upplýsingar ef þörf krefur. Sími. +354 698 6980 eða mjoeyri@mjoeyri.is
Getum við bætt efni þessarar síðu?