Fara í efni

BMX BRÓS á Egilsstöðum

Planið við Sláturhúsið 19. júlí 2025 kl. 18:00-19:30

BMX BRÓS mæta aftur á Egilsstaði með orkumikla BMX sýningu og skemmtilegt hjólanámskeið á planinu við Sláturhúsið laugardaginn 19. júlí.

Klukkan 18:00 byrja þeir á sýningu sem stendur yfir í um 30 mínútur. Sýningin samanstendur af stórum stökkum, peppandi tónlist, húmor, áhættu og brjáluðu stuði. Áhorfendur eru þátttakendur í sýningunni og geta BMX BRÓS lofað gæsahúð og einstakri upplifun.

Í lok sýningar stilla BMX BRÓS upp fyrir 1 klst. námskeið þar sem þeir fara í stutta upphitun með krökkunum, fara yfir grundvallaratriðin og kenna krökkunum að fara yfir stökkpalla. Eftir það er sett upp þrautabraut sem krakkarnir spreyta sig á og endar námskeiðið á tímatöku. Ekki er nauðsynlegt að mæta á BMX hjóli enda geta krakkarnir spreytt sig á pöllunum og þrautabrautinni á hvers kyns hjólum. Hjálmaskylda er á námskeiðinu.

Viðburðurinn er styrktur af Múlaþingi og er aðgangur ókeypis.

BMX BRÓS hlakka til að sjá alla snillingana sem mæta.

Getum við bætt efni þessarar síðu?