Fara í efni

Connected by food - Christmas mood

Sláturhúsið, Kaupvangi 9 6. desember 2025 kl. 14:00-16:00
Matur er leið til að kynnast og Connected by food er viðburður sem tengir íbúa á svæðinu saman í gegnum mat. Þetta er í þriðja sinn sem viðburðurinn er haldinn og að þessu sinni verður lögð áhersla á jólamat.
 
Fólk frá ólíkum löndum eldar og kemur með jólalega sérrétti frá sínu landi í Sláturhúsið þann 6. desember klukkan 14.00. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta fólk frá ólíkum menningarheimum, fá sér smakk af ljúffengum jólaréttum, eignast nýja vini, aðlagast og skemmta sér.
 
Á viðburðinum gefst tækifæri til að kynnast matarmenningu annarra landa um leið og hann er vettvangur fyrir erlenda og innlenda íbúa til að kynnast, deila reynslu og mynda tengsl.
 
Nánar hér
Getum við bætt efni þessarar síðu?