Sláturhúsið, Kaupvangi 9
6. desember 2025 kl. 14:00-16:00
Matur er leið til að kynnast og Connected by food er viðburður sem tengir íbúa á svæðinu saman í gegnum mat. Þetta er í þriðja sinn sem viðburðurinn er haldinn og að þessu sinni verður lögð áhersla á jólamat.
Fólk frá ólíkum löndum eldar og kemur með jólalega sérrétti frá sínu landi í Sláturhúsið þann 6. desember klukkan 14.00. Þetta er kjörið tækifæri til að hitta fólk frá ólíkum menningarheimum, fá sér smakk af ljúffengum jólaréttum, eignast nýja vini, aðlagast og skemmta sér.
Á viðburðinum gefst tækifæri til að kynnast matarmenningu annarra landa um leið og hann er vettvangur fyrir erlenda og innlenda íbúa til að kynnast, deila reynslu og mynda tengsl.