Fara í efni

Fræ- og plöntuskipti

Safnahúsið á Egilsstöðum 10.-21. mar 2025

Nú er rétti tíminn til að huga að vorverkunum og því bjóðum við upp á fræ- og plöntuskipti í Safnahúsinu.

Hvernig virka skiptin?
Þú getur einfaldlega valið þér þau fræ sem eru til hjá okkur og þú vilt rækta og í staðinn geturðu komið með fræ sem þú sérð ekki fram á að nota, eða hefur aldrei komist í að sá, til okkar í litla „fræbankann” okkar í anddyri Safnahússins. Öll fræ velkomin ❤

Eins má skilja eftir afleggjara af plöntum og taka aðra með heim í staðinn.

Skilyrði er að merkja fræin og plönturnar með heiti á íslensku, latínu eða ensku. Safnahúsið býður upp á lítil umslög til að setja fræin í.

Þetta getur því ekki orðið einfaldara og við vonum að sem flestir geti notið góðs af!

Sjá Facebookviðburð: https://fb.me/e/2qYVcXzFS

ATH.
Þriðjudaginn 11. mars kl. 17:00 verður einnig í boði fræðsluerindi frá Jóni Kristófer Arnarsyni, garðyrkjustjóra Múlaþings um forræktun mat- og kryddjurta (sjá sér viðburð: Forræktun mat- og kryddjurta). https://fb.me/e/2jiC6ZNq3

Fræ- og plöntuskipti

Getum við bætt efni þessarar síðu?