Guðríð Hansdóttir er söngkona, lagahöfundur og tónlistarkona frá Færeyjum. Hún hefur gefið út nokkrar plötur á 20 ára ferli sínu en auk þess að vinna að sólóferli sínum er hún í rafdúettnum BYRTA og söng kvintettnum KATA. Hún nýtir mismunandi tónlistarstíla, s.s. þjóðlagatónlist, popp, rafpopp, klassíska tónleist og rokk. Tónlist hennar hefur verið gefin út í mörgum löndum og hún hefur komið fram m.a. í Skandinavíu, Evrópu, Bandaríkjunum og Rússlandi.Gagnrýnendur tóku nýju plötu hennar, "Gult Myrkur" vel og hún vnn bæði Færeysku tónlistarverðlaunin 2023 fyrir bestu plötuna og bestu texta. Hún vinnur nú að nýrri plötu sem mun koma út haustið 2025.
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Bláa kirkjan. Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði, Tónlistarsjóði, Múlaþingi og Alcoa Fjarðaáli.