Fara í efni

Kaffiboð fyrir bæjarbúa og flóttafólk

Rauði krossinn býður bæjarbúum í kaffi, ásamt flóttafólki sem sest hefur að á Héraði, fimmtudaginn 9. febrúar milli 18:00 og 20:00 í húsnæði Rauða krossins í Múlasýslu að Dynskógum 4, neðri hæð.

Áhugasöm geta fengið kynningu á verkefnum félagsins tengd flóttafólki og heyrt hvernig þau geta lagt sitt af mörkum.

Í ljósi þess að meirihluti þeirra sem sest hafa að á Eiðum er karlkyns hvetjum við karlmenn sérstaklega til að líta við!

Getum við bætt efni þessarar síðu?