Fara í efni

Kevin Ayesh í Bláu kirkjunni

Seyðisfjarðarkirkja 23. júlí 2025 kl. 20:30
Bandaríski píanóleikarinn Kevin Ayesh kemur fram í Bláu kirkjunni á tónleikum sem hann kallar Piano masterpieces and Favorites. Dagskráin er sett saman úr þekktum og dáðum klassískum píanóverkum, m.a. "Pathetique" sónötu Beethovens og "Rhapsody in Blue" eftir Gershwin auk verka eftir Chopin, Brahms, Debussy og Rachmaninoff.

Kevin hefur komið fram í öllum 50 ríkum Bandaríkjanna, auk Kanada og í Evrópu, og hefur fengið fjölda viðurkenningar og verðlauna fyrir leik sinn.

Píanóleik hans hefur verið lýst sem "fallega blæbrigðaríkum" og að hann "snerti við tilfinningum áheyrenda". Leikur hans ásamt áhugaverðum útskýringum hans á þeim verkum sem hann flytur, er til þess fallin að ánægjulega og eftirminnilega upplifun.
 
Tónleikarnir eru hluti af tónleikaröðinni Bláa kirkjan. Tónleikaröðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Austurlands, Tónlistarsjóði, Múlaþingi og Alcoa Fjarðaáli.
Getum við bætt efni þessarar síðu?