Fara í efni

Líkön

Gletta, Hafnarhúsi, Borgarfjarðarhöfn. 9.-31. ágú 2025
Þórarinn Blöndal og Pétur Magnússon opna myndlistarsýninguna Líkön í Glettu, sýningarrými Hafnarhússins á Borgarfirði, þann 9. ágúst kl. 15:00. 
 
Þórarinn sýnir skúlptúra sem minna á einskonar camera obscura. Í gegnum linsu skúlptúrsins sér áhorfandinn huglæg ferðalög sem gerast á óræðum tíma.
 
Pétur sýnir hreyfiverk sem er knúið af sjávarföllum til þess að framkvæma einfalda athöfn. Verkið er önnur sjávarfallavél Péturs, sú fyrri var sett upp í Óskarsbragga á Raufarhöfn árið 2024.
 
Sýningin er opin alla daga til 31. ágúst frá 10:00 til 16:00.
 
Sýningin er styrkt af Myndlistarsjóð og Múlaþingi
Getum við bætt efni þessarar síðu?