Fara í efni

Listamannaspjall + tónleikar / Artist talk + concert

Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á listamannaspjall og tónleika með gestalistamönnum Skaftfells í febrúar: Solveigu Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þóri Frey Höskuldssyni og Fjólu Gautadóttur. Sunnudaginn 25. febrúar kl 16.00 í sýningarsal Skaftfells.
Þar fáum við að líta á og leggja við hlustir á það sem listamennirnir hafa unnið að undanfarnar vikur. Um er að ræða málverk, hljóðverk og rannsóknir. Viðburðurinn fer fram á ensku og kaffi og kleinur verða í boði. Klukkan 17.00 munum við ganga yfir í Seyðisfjarðarkirkju þar sem Frederik Heidemann mun flytja píanóverk eftir Colette Roper sem upprunalega voru gefin út af Dieter Roth Verlag. Öll velkomin.
____
Um listamennina:
Solveig Thoroddsen útskrifaðist úr meistaranámi frá Listaháskóla Íslands árið 2015 og hefur verið virkur listamaður síðan. Hún vinnur þvert á miðla og helstu viðfangsefni hennar eru samspil manns og náttúru. Ennfremur eru verk hennar samfélagsmiðuð með feminískum tilvísunum. Ásamt myndlist hennar fæst hún einnig við skrif og hefur gefið út tvær ljóðabækur. Um þessar mundir er hún að vinna að bók þar sem hún safnar og velur íslenskar þjóðsögur þar sem kvenpersónur eru söguhetjur og endurskrifar þær í nútíma frásagnarstíl. Bókin verður myndskreytt með verkum hennar en undanfarin ár hefur hún unnið með þetta þema.
Frederik Heidemann er listamaður sem vinnur með tónlist, gjörningalist og útvarp. Hann gerir samsett verk og vinnur með ólíka hluti, allt frá útvarps mixteipum til hringitóna. Hann leggur reglulega til efni fyrir Thelakeradio.com og Groupcrit.net og er einn hluti af tvíeykinu Yrdloop. Á meðan dvöl hans í Skaftfelli stendur mun hann rannsaka ósagða sögu tónlistar Dieter Roths ásamt útgáfu hans Dieter Roth Familienverlag.
Þórir Freyr Höskuldsson er mynd- og hljóð listamaður með BA gráðu frá ArtScience Interfaculty í Royal Academy of Art í Haag. Verkin hans taka oft á sig form gjörninga í innsetningum þar sem hann blandar saman hljóði, myndum og töluðu máli. Hann stofnaði ásamt öðrum, útvarpsstöðina Útvarp Súðarvogur.
Fjóla Gautadóttir er dansari, hljóðhönnuður, rithöfundur og plötusnúður. Hán hefur bakgrunn í bæði klassískum dansi og tónlist og lauk BA námi í dansi og kóreógrafíu frá HZT í Berlín árið 2019. Fjóla starfar sem hljóð hönnuður fyrir dans og gjörningalist í Berlín.
Í Skaftfelli munu þau Þórir og Fjóla vinna að útvarpsleikriti sem gerist í framtíðinni, um föður og dóttur sem æfa töfrasýningu þar sem þau búa í eyðimörkinni. Þau fylgja þannig hefð fyrir samfélagsútvarpi á Seyðisfirði og er ætlunin að halda vikulegan útvarpsþátt með brotum úr verkinu, hugleiðingum um úrvarpið sem miðil, með innkomu gesta, bæði á staðnum og í gegnum útvarpsbylgjur.
/
Skaftfell warmly invites you to an artist talk and concert with our current residency artists Solveig Thoroddsen, Frederik Heidemann, Þórir Freyr Höskuldsson og Fjóla Gautadóttir. Sunday, February 25th at 4 pm, in the Skaftfell gallery where we will have a look at and listen to what the artists have been working on for the past weeks. Both paintings, soundworks and reasearch. The event will be in english and coffee and twisted doughnuts will be served. At 5 we will parade over to the Blue church where Frederik Heidemann will perform piano pieces by Colette Roper originally released by the Dieter Roth Verlag. All welcome.
_____
About the artists:
Solveig Thoroddsen is an Icelandic artist, based in Iceland. She graduated from the master study from The Iceland University of the Arts in 2015 and has been an active artist ever since. Solveig works across media and her main subjects are rooted in interactions between man and nature. Her works also focus on society with feminist references. She has published two books of poetry and at the moment she is working on a book where she collects Icelandic folktales with female protagonists, rewriting them in modern narrative style. The book will be illustrated with her works, as she has been focusing on this theme for the recent years.�
Frederik Heidemann is an artist working with music, performance, and radio. He is a collagist, producing diverse objects, from radio mixtapes to ringtones. He is a regular contributor to Thelakeradio.com and Groupcrit.net and is one half of the duo Yrdloop. During his residency at Skaftfell he will be working on the initial phases of a research project, related to the untold story of Dieter Roths musical practice, as well as his imprint Dieter Roths Familienverlag.
Þórir Freyr Höskuldsson is a visual/sound artist with a Bachelor’s degree from the ArtScience Interfaculty in the Royal Academy of Art, Den Haag. His works often take the shape of performative installations where he mixes sound, visual images and the spoken word together. He founded, among others, the radio station Útvarp Súðarvogur.
Fjóla Gautadóttir is an Icelandic performer, sound designer, writer and DJ. They have a background both in classical dance and music and finished a BA in Dance and Choreography from HZT Berlin in 2019 and have since been working actively as a Sound Designer in the Berlin dance and performance scene.
At Skaftfell Þórir and Fjóla will work on a radio play set in the future, centered around a father and daughter practicing a magic show while living in a struggling desert community. Following the tradition of a community based radio in Seyðisfjörður, the plan is to host a weekly radio panel including snippets of the work, reflections on the radio as a medium, with input from guests, both local and through the radio waves.
 
Getum við bætt efni þessarar síðu?