Síðasta LungA hátíðin fer fram dagana 15.-21.júlí.
Þema hátíðarinnar í ár verður spírall eða hvirfill sem vísar til sköpunargleðinnar, vina og stuðningsnets LungA yfir árin.
„Í ár fagnar hátíðin LungA fjölskyldunni, vinum og fyrrum þátttakendum. Þar munu fyrrum þátttakendur koma saman og fagna sögu hátíðarinnar. Við viljum þakka öllum þeim sem hafa lagt hönd á plóg yfir árin með því að kveðja hátíðina sem hefur snert líf svo margra upprennandi listamanna með kveðjuathöfn sem sæmir orðspori hennar. Markandi endalok hátíðarinnar en með von um upphafi annarstaðar í grasrótinni líkt og LungA fyrir 25 árum,“ segir á vefsíðu hátíðarinnar.
Meira hér: https://www.facebook.com/lunga.festival